Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hugleiðingar um handboltan í vetur

Jæja þá er handboltavertíðin búin þetta vorið og nú liggur fyrir hverjir eru bestir af áliti þeirra sem velja. Ég get ekki annað en sett út á ýmsa sem hafa verið valdir og verlaunaðir fyrir eftir veturinn.

Þann fyrsta sem ég set spurningarmerki við er Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka....ég einfaldlega spyr hvað unnu Hauka stelpur í vetur????? ekki neitt hver man eftir deildameistaratitli þegar fram líða stundir ....þetta er ótrúlegt val á besta þjálfara landsins í kvennaboltanum...svo er það hornamaðurinn Hanna G ég hefði valið hana sem besta spretthlaupara já eða fremsta senter þetta er bara grín.

Stjarnan er og verður alltaf best í kvennaboltanum og það er miður að leikmenn Stjórnunar skuli ekki hljóta náð fyrir vali þegar er verið að velja bestu leikmenn og eða þjálfara umferðanna heilt yfir. Stjarnan var með í vetur bestu leikmenn nánast í öllum stöðum og besta bekkinn það er alveg klárt svo og þjálfarann hann Atla.

Karla meginn er þetta mjög svipað Aron Pálma ...hann lék ekki mikið eftir áramót og þá leiki sem hann lék var hann slakur...menn halda ekki vatni yfir þessum leikmönnum Aroni og Rúnari Kára en hefur einhver spáð í það hver skotnýtingin er hjá þessum leikmönnum...hún er arfaslök.

Ég get alveg unnt Aroni að vera valinn besti þjálfarinn.....en að mínu mati finnst mér Viggó hafi átt að fá þennan titil......að hafa ná þessu með þennan mannskap allan meira og minna í meiðslum í vetur finnst mér frábært

Það er ekki á vísan að róa þegar kemur að lokauppgjöri í þessu sporti það er nokkuð ljóst. Nú verður nýtt mót í september og allir á O.

Aðeins að dómarapakkanum þetta er nú búið að vera upp og niður hjá þeim og þó aðallega niður hjá mörgum sem voru að dæma í efstu deild...ég hlýt að spyrja mig eftir að hafa horft á marga leiki í vetur karla og kvenna meginn hvað þarf dómari að uppfylla til að fá að dæma í efstu deild ??? það þarf ekki annað en að horfa á hollinguna á mörgum...líkamlegt atgerði og ásigkomulag mjög slæmt...sumir nánast blindir og eða ekki á sama leik og við hin...þetta ástand er slæmt í alla staði...og ef menn koma fram og tjá sig .....þá skulu alltaf vera sömu viðbrögð frá HSÍ eða formanni dómaranefndarinnar ...."það er verið að grafa undan hreyfingunni" já sæll...hver gefur mönnum það alræðisvald að tjá sig á þennan hátt um aðra....eigum við bara að halda kj.... og kyngja því að þeir svartklæddu skuli hafa það í hendi sér hvar úrslit leikja lenda....að það skuli ekki ráðast á getu liða í þeirri viðureign eða hvort liðið var betra....skandall

Lifið heil...

Handboltaáhugamaður


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband